Erna Kristjánsdóttir
Erna Kristjánsdóttir
„Þetta byrjaði árið 2010 þegar Eyjafjallajökull gaus. Þá var mikið fjallað um Ísland í erlendum fjölmiðlum og því varð mikil vitundarvakning um þessa litlu kröftugu eyju í Norður-Atlantshafi,“ segir Erna, spurð um ástæður vinsælda Íslands.

„Þetta byrjaði árið 2010 þegar Eyjafjallajökull gaus. Þá var mikið fjallað um Ísland í erlendum fjölmiðlum og því varð mikil vitundarvakning um þessa litlu kröftugu eyju í Norður-Atlantshafi,“ segir Erna, spurð um ástæður vinsælda Íslands.

„Annað sem er mikilvægt er að á Íslandi er öryggi, gott loftslag og mikil náttúrufegurð. Þetta er einstakt, því það eru ekki allar þjóðir jafn heppnar og við. Skipin hafa verið að færa sig að þeim stöðum þar sem öryggi ríkir.“ Þá bendir Erna á að okkar flotta íþróttafólk hafi vakið athygli um allan heim. „Fólk er forvitið að fá að vita meira og koma til þessa lands sem getur af sér svo vinnusamt og duglegt fólk,“ segir Erna.