Hátíðarguðsþjónusta verður í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 9. október kl. 14:00. Þar predikar sr. Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur, en hann á 40 ára vígsluafmæli um þessar mundir.
Hátíðarguðsþjónusta verður í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 9. október kl. 14:00. Þar predikar sr. Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur, en hann á 40 ára vígsluafmæli um þessar mundir. Einnig verður minnst 155, ártíðar séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds. Kirkjukórinn mun flytja hátíðarsöngva sr. Bjarna. Eftir messuna á sunnudag verður kaffisamsæti á vegum Systrafélags Siglufjarðarkirkju og sóknarnefndar, þar sem Siglufjaðarkirkju verður gefin mynd eftir hinn kunna siglfirska listamann Ragnar Pál.