Tveir þingmenn, sem báðir eru að hætta á þingi, hafa lagt fram breytingatillögur við fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018. Þingmennirnir vilja að settir verði peningar í rannsóknir á mögulegum jarðgöngum.
Kristján L. Möller leggur til að 10 milljónir verða lagðar í rannsóknir og frumhönnun á jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta. Flokkssystir Krisjáns í Samfylkingunni, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, leggur til að 10 milljónir verði lagðar í rannsóknir á mögulegum jarðgöngum milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Þau leggja bæði til að 5 milljónir falli á árið 2017 og aðrar 5 milljónir á 2018.
Alþingi á eftir að afgreiða samgönguáætlunina fyrir þinglok.
sisi@mbl.is