Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Spænski sósíalistaflokkurinn kaus í gær með því að Íhaldsflokkurinn kæmist til valda og því er útlit fyrir að unnt verði að mynda ríkisstjórn í landinu áður en frestur til þess rennur út, þ.e. í upphafi nóvember.
Áður hafði sósíalistaflokkurinn auk vinstriflokksins Unidos Podemos hafnað því að mynduð yrði minnihlutastjórn íhaldsflokks undir starfandi forsætisráðherra Mariano Rajoy úr Íhaldsflokknum.
Ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar í desember á síðasta ári. Í júní var síðan kosið aftur en líkt og í desember tókst ekki að mynda stjórn þótt Íhaldsflokknum tækist að bæta við sig.
Það stefnir því í að Spánverjar, sem orðnir eru þreyttir á kosningum, fái stöðugri landsstjórn.