Gremja Mótmæli þjóðernissinna m.a. beinst að skyndibitastöðum
Gremja Mótmæli þjóðernissinna m.a. beinst að skyndibitastöðum — AFP
Bandaríski skyndibitarisinn McDonald's greindi frá því á föstudag að á þriðja ársfjórðungi hefði sala á veitingastöðum fyrirtækisins í Kína dregist saman um 1,8%.

Bandaríski skyndibitarisinn McDonald's greindi frá því á föstudag að á þriðja ársfjórðungi hefði sala á veitingastöðum fyrirtækisins í Kína dregist saman um 1,8%. Er samdrátturinn rekinn til mótmæla kínverskra þjóðernissinna sem hafa hvatt almenning til að sniðganga vinsæl vestræn vörumerki vegna þeirrar deilu sem blossað hefur upp um yfirráð yfir Suður-Kínahafi.

FT greinir frá að sölutölur Yum Brands, móðurfélags KFC, Pizza Hut og Taco Bell, hafi þróast með svipuðum hætti, en þar nam samdrátturinn 1% á fjórðungnum.

Bæði McDonald's og Yum Brands segja að ef ekki væri fyrir áhrif mótmælenda hefði mátt vænta aukinnar sölu á fjórðungnum. ai@mbl.is