Þýska meistaraliðið Rhein-Neckar Löwen vann góðan útisigur gegn Evrópumeisturum Kielce, 34:26, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gærkvöld. Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyrir Löwen en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað.

Þýska meistaraliðið Rhein-Neckar Löwen vann góðan útisigur gegn Evrópumeisturum Kielce, 34:26, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gærkvöld.

Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyrir Löwen en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað.

Aron Pálmarsson og samherjar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprém töpuðu á útivelli fyrir Barcelona, 26:23, og skoraði Aron þrjú af mörkum sinna manna.

Kristinstad og Celje Lasko skildu jöfn, 29:29. Ólafur Guðmundsson skoraði 4 mörk fyrir sænsku meistarana og þeir Gunnar Steinn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu 1 mark hvor.

Þá hafði Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hafði betur á móti svissneska liðinu Kadetten Shaffhausen, 32:29. gummih@mbl.is