Benedikt Jóhannesson
Benedikt Jóhannesson
Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í gær ítarlegar áherslur fyrir komandi kjörtímabil þar sem tilteknar eru tekjur af skattbreytingum og útgjöld til helstu málaflokka.

Viðreisn kynnti á blaðamannafundi í gær ítarlegar áherslur fyrir komandi kjörtímabil þar sem tilteknar eru tekjur af skattbreytingum og útgjöld til helstu málaflokka. Áhersla er lögð á að stórauka útgjöld til heilbrigðiskerfisins, fjármagna innviði með uppboði á aflaheimildum og lækka vexti með því að festa krónuna við erlendan gjaldmiðil.

Benedikt Jóhannesson formaður sagði m.a. að flokkurinn útilokaði ekki samstarf við neinn flokk í aðdraganda kosninga. „Við höfum lagt mikla áherslu á það að við værum tilbúin að vinna með sérhverjum flokki, hvort sem það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn, Samfylkingin, Björt framtíð eða Píratar, svo maður telji þá alla upp.“