Kokkar Góða veislu gjöra skal.
Kokkar Góða veislu gjöra skal.
Íslenska kokkalandsliðið fékk gull og silfur fyrir kalda borðið sitt á Ólympíuleikunum í Erfurt í Þýskalandi sem nú standa yfir. Liðið hlaut gull fyrir eftirrétti og silfur fyrir aðra rétti.
Íslenska kokkalandsliðið fékk gull og silfur fyrir kalda borðið sitt á Ólympíuleikunum í Erfurt í Þýskalandi sem nú standa yfir. Liðið hlaut gull fyrir eftirrétti og silfur fyrir aðra rétti. Á miðvikudag ræðst svo í hvaða sæti Ísland lendir í heildina þegar allar þjóðirnar hafa lokið keppni. „Þetta hefur verið ævintýri, en vissulega mikil vinna og stífar æfingar. Við höfum lagt nótt við dag að gera veisluborðið einstakt. Í átján mánuði höfum við æft stíft fyrir keppnina og það er að skila sér nú. Gullverðlaun fyrir eftirréttina er ánægjuleg niðurstaða. Í samheldnu kokkalandsliðinu er ungt fólk sem hefur náð vel saman og hefur lagt mikið á sig í undirbúningnum,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, þjálfari kokkalandsliðsins.