Í beinni Íþróttaviðburðir halda lífi í línulegri dagskrá.
Í beinni Íþróttaviðburðir halda lífi í línulegri dagskrá.
Ég er einn af þeim fjölmörgu sem horfa nánast aldrei á sjónvarp eftir línulegri dagskrá. Þægindin að geta horft á það sem maður vill, nánast þegar maður vill, eru komin til að vera; sérstaklega í hinu óreglulega lífi vaktavinnunnar.

Ég er einn af þeim fjölmörgu sem horfa nánast aldrei á sjónvarp eftir línulegri dagskrá. Þægindin að geta horft á það sem maður vill, nánast þegar maður vill, eru komin til að vera; sérstaklega í hinu óreglulega lífi vaktavinnunnar.

Ég og belgískur kollegi töluðum saman um nákvæmlega þetta fyrir nokkru og vorum sammála um að línuleg dagskrá sjónvarps væri í dauðateygjunum. En hann benti á afar athyglisverða staðreynd um hvað það er sem mun þó þrátt fyrir allt halda í henni lífinu um ókomna tíð. Og það eru íþróttir.

Bein útsending íþróttaviðburða er það sem mun forða því að línuleg dagskrá leggist hreinlega alfarið af. Fólk skipuleggur ekki kvöldin sín lengur með það að markmiði að geta séð uppáhaldsþáttinn sinn í sjónvarpinu. Það mun hins vegar ekki hætta að hliðra plönum sínum til þess að geta fylgst með beinni útsendingu frá landsleikjum, sundafrekum og frjálsíþróttamótum þegar þau eiga sér stað.

Sérstaklega þegar það er orðið vita vonlaust að rekast ekki á úrslitin eða afrekin á netinu ef reyna á að horfa á slíka viðburði utan hinnar línulegu dagskrár.

Andri Yrkill Valsson

Höf.: Andri Yrkill Valsson