Krabbameinsfélagið Málþingið stendur frá 17-18.45.
Krabbameinsfélagið Málþingið stendur frá 17-18.45. — Morgunblaðið/Eggert
Málþing um brjóstakrabbamein verður haldið í dag í húsnæði Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð 8. Sérstökum sjónum verður beint að því sem tekur við eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Fimm fyrirlesarar koma fram á fundinum.
Málþing um brjóstakrabbamein verður haldið í dag í húsnæði Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð 8. Sérstökum sjónum verður beint að því sem tekur við eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Fimm fyrirlesarar koma fram á fundinum. Josina Bergsöe rithöfundur ræðir um það að halda áfram lífinu eftir lyfjameðferð. Þóra Þórsdóttir hjúkrunarfræðingur ræðir um gildi eftirlits varðandi aukaverkanir af andhormónum. Vigdís Hrönn Viggósdóttir heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni Krabbamein í æsku – eftirfylgd út lífið. Þá ræðir Dóróthea Jónsdóttir um reynslu sína undir yfirskriftinni Reynslusaga: Hégómi eða lífsgæði? Fundurinn stendur frá 17-18.45 og er á vegum Brjóstaheilla.