Truflanir Á myndinni má sjá hvar mestar truflanir urðu á starfsemi fyrirtækja vestan hafs, en evrópsk fyrirtæki urðu líka fyrir minniháttar kífi.
Truflanir Á myndinni má sjá hvar mestar truflanir urðu á starfsemi fyrirtækja vestan hafs, en evrópsk fyrirtæki urðu líka fyrir minniháttar kífi. — Skjáskot/Downdetector/Level3
Hin svonefnda DDoS-árás eða álagsárás var gerð með því að smita grúa af tækjum, eins og greint er frá hér til hliðar, og þau gerðu síðan árás á vefþjóna Dyn.

Hin svonefnda DDoS-árás eða álagsárás var gerð með því að smita grúa af tækjum, eins og greint er frá hér til hliðar, og þau gerðu síðan árás á vefþjóna Dyn. Þá sendi tækjaherinn óteljandi fyrirspurnir til viðkomandi þjóns, sem hafði ekki við að svara, og bitnaði það á annarri þjónustu sem fyrirtækið annars veitir. Einnig er títt að viðkomandi árasarapparöt sendi mikið magn af upplýsingum, allskyns dellu og drasl sem truflar einnig viðtökutölvuna.

Í sem skemmstu máli má segja að ýmist sé verið að búa svo um hnútana að það sé alltaf „á tali“ hjá viðkomandi þjónustu eða að allar leiðslur séu fullar og eðlilegar beiðnir komist ekki að.

Árásir sem þessi eru alsiða, líka hér á landi, þótt fyrirtæki segi sjaldan frá þeim til að hvetja ekki aðra þrjóta. Þúsundir DDoS-árása eru gerðar víða um heim á degi hverjum, enda hægt að kaupa árás fyrir um 20.000 kr. Alla jafna nota menn smitaðar tölvur en ekki heimilistæki, en talið er að í heiminum sé þriðjungur af borð- og fartölvum smitaður af spilliforritum sem hægt er að nota til árása en eru aðallega notuð til að dreifa ruslpósti.