Árlegt Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar fór fram á Akureyri um síðastliðna helgi. Þarna voru saman komnir um 500 unglingar og leiðtogar allsstaðar af landinu. Við lokaguðsþjónustu mótsins þjónuðu sr. Sunna Dóra Möller og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum. Þetta er einn fjölmennasti kirkjuviðburður ársins.
Þema landsmótsins að þessu sinni var Flóttamenn og fjölmenning . Af þessu tilefni söfnuðu ungmenni í æskulýðsfélögum víða um landið fötum fyrir flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi, í Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon. Söfnunin heldur áfram heima í hverjum söfnuði þar sem hvert æskulýðsfélag er hvatt til þess að safna einum til tveimur stórum svörtum pokum af fötum. Lögð er áhersla á að fötin séu nýtileg og í góðu ástandi. Fötunum verður svo komið til Hjálparstarfs kirkjunnar sem skilar þeim er þurfa. sbs@mbl.is