Sigurður Ingi Jóhannsson, þá sjávarútvegsráðherra, ræddi í samtali við Morgunblaðið í ágúst í fyrra, um breytta nálgun í umræðum um stjórnun veiða úr stofnum makríls, síldar og kolmunna.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þá sjávarútvegsráðherra, ræddi í samtali við Morgunblaðið í ágúst í fyrra, um breytta nálgun í umræðum um stjórnun veiða úr stofnum makríls, síldar og kolmunna. „Hugsanlega má gera þetta með því að ræða þessa þrjá stofna samtímis,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars.

Sigurgeir Þorgeirsson fór fyrir íslensku samninganefndinni á nýafstöðnum fundum og segir að Íslendingar hafi hvatt til þess síðustu mánuði að þessi samningaleið til að koma stjórn á veiðarnar yrði könnuð til hlítar. Hann segir að viðræðum um þessa þrjá stofna í einu hafi ekki verið ýtt út af borðinu og vonast til að viðræður um skiptingu afla á þeim grunni verði teknar upp fyrir lok ársins.

„Ég held að það sé alveg ljóst að það næst ekkert samkomulag um staka stofna og því verði að leggja allt á borðið samtímis. Kannski dugar það ekki heldur til að ná samningum um skiptinguna,“ segir Sigurgeir.