Mótmæli Almenningur á Íslandi tók framferði Breta ekki þegjandi. Lögregla reynir hér að hemja fólk við breska sendiráðið við Laufásveg.
Mótmæli Almenningur á Íslandi tók framferði Breta ekki þegjandi. Lögregla reynir hér að hemja fólk við breska sendiráðið við Laufásveg.
Það var ekki aðeins framferði breska heimsveldisins á Íslandsmiðum sem vakti reiði almennings hér heldur líka viðbögðin í Bretlandi.

Það var ekki aðeins framferði breska heimsveldisins á Íslandsmiðum sem vakti reiði almennings hér heldur líka viðbögðin í Bretlandi.

Eftir árásina á Þór sendi Mike Smart fréttaritari Morgunblaðsins í Hull frétt með viðbrögðum sem sýnir vel óskammfeilni Bretanna.

Austin Laing, framkvæmastjóri breskra togaraeigenda sagði m.a: „Sú tilfinning hneykslunar sem vakin er af því er vopnað íslenzkt varðskip andstætt öllum mannúðarsjónarmiðum skýtur að óvopnuðu brezku skipi sem er í vari frá níu vindstiga roki og framfylgir réttindum, sem óumdeilanleg eru, er ekki eins mikil og sú ótrúlega flónska íslenzku ríkisstjórnarinnar að leyfa varðskipi að haga sér enn einu sinni með svo hættulegum og ögrandi glannaskap.“

James Johnson, þingmaður frá Hull, kallaði aðgerðir varðskipsins villimannalegar og grimmilegar. Sagði hann rökrétt að breski flotinn myndi endurgjalda skot Þórs með því að skjóta á varðskipin. Ákvörðunarvaldið væri auðvitað í höndum yfirmanna breska flotans.

Dave Hawley, ritari samtaka togaraskipstjóra í Grimsby, sagði: „Vissulega finnst mér þetta skelfilegt. Og ég undrast að skipherrann á Þór skuli hafa misst svo stjórn á sér að hann grípur til byssunnar.“