Lækjargata 8 Til stendur að rífa einnar hæðar bakhús á lóðinni.
Lækjargata 8 Til stendur að rífa einnar hæðar bakhús á lóðinni. — Morgunblaðið/Júlíus
Eigendur hússins að Lækjargötu 8 í Reykjavík hafa óskað eftir því við borgaryfirvöld að mega fjarlægja einnar hæðar bakhús og reisa nýja byggingu þar. Myndi sú liggja niður að rampi eða braut sem liggur niður í bílastæðakjallara.

Eigendur hússins að Lækjargötu 8 í Reykjavík hafa óskað eftir því við borgaryfirvöld að mega fjarlægja einnar hæðar bakhús og reisa nýja byggingu þar. Myndi sú liggja niður að rampi eða braut sem liggur niður í bílastæðakjallara. Í Lækjargötuhúsinu er nú veitingastaðurinn Hraðlestin.

Bakhúsið og skúrarnir þarna eru gömul hús og nánast ónýt og lengi hefur verið í bígerð að fjarlægja þá. Afgreiðsla málsins í borgarkerfinu hefur gengið afar hægt. Eigendur hússins vænta þess þó að málið nái fljótlega í gegn.

Húsið Lækjargata 8 er þekkt kennileiti í miðborginni. Það var byggt árið 1871 sem aðsetur landlæknis. Það var gert upp fyrir nokkrum árum og nú eru arkitektar hjá Studio Granda að skissa og áforma hvernig ný bakhús skuli verða. sbs@mbl.is