Ekki greina öll fyrirtæki frá því er þau verða fyrir álagsáráum, enda getur það virkað sem hvatning fyrir þrjóta að gera árás og verið vísbending um að varnir þeirra séu ekki í lagi.

Ekki greina öll fyrirtæki frá því er þau verða fyrir álagsáráum, enda getur það virkað sem hvatning fyrir þrjóta að gera árás og verið vísbending um að varnir þeirra séu ekki í lagi.

Fyrir tæpu ári var gerð álagsárás á vef Stjórnarráðs Íslands og fleiri vefsetur hérlendis og einnig í Færeyjum að undirlagi meðlimar Anonymous-samtakanna til að mótmæla hvalveiðum. Flest fyrirtækjanna brugðust við árásunum með því að loka fyrir umferð erlendis frá um stundarsakir, enda má segja að þar séu hæg heimatökin, þar sem flest íslensk vefsetur byggja starfsemi sína á innlendri umferð.