Í dag klukkan 14 mun Kammerkór Suðurlands heimsfrumflytja nýtt verk samið sérstaklega fyrir kórinn eftir Jobina Tinnemans frá Hollandi, Reflections over Verisimilitude, sem hún hefur unnið í samstarfi við kvikmyndagerðarmanninn Jacob Tekiela frá...
Í dag klukkan 14 mun Kammerkór Suðurlands heimsfrumflytja nýtt verk samið sérstaklega fyrir kórinn eftir Jobina Tinnemans frá Hollandi, Reflections over Verisimilitude, sem hún hefur unnið í samstarfi við kvikmyndagerðarmanninn Jacob Tekiela frá Danmörku. Tónleikarnir munu fara fram í Salnum í Kópavogi sem hluti af Cycle Music and Art Festival sem fer fram um helgina. Kórinn mun einnig frumflytja verkið Niður eftir Hallvarð Ásgeirsson og Sögu Sigurðardóttur. Tónleikarnir eru hluti af Evrópska verkefninu Moving Classics – European Network for New Music og stjórnandi kórsins er Hilmar Örn Agnarsson.