Börn Mikilvægt er talið að fjölga leikskólakennurum og gera á menntun þeirra og starf meira aðlaðandi en nú er raunin.
Börn Mikilvægt er talið að fjölga leikskólakennurum og gera á menntun þeirra og starf meira aðlaðandi en nú er raunin. — Morgunblaðið/Ásdís
Reykjavíkurborg hefur sett á laggirnar starfshóp sem leita á leiða til að fjölga leikskólakennurum og bæta starfsumhverfi þeirra í leikskólum borgarinnar.

Reykjavíkurborg hefur sett á laggirnar starfshóp sem leita á leiða til að fjölga leikskólakennurum og bæta starfsumhverfi þeirra í leikskólum borgarinnar.

Efnt verður til formlegs samstarfs við félög leikskólakennara, háskóla og menntamálaráðuneyti með það fyrir augum að starf kennara verði eftirsóknarverðara. Stefnt er að því að fjölga körlum í stéttinni, auka á umræðu um mikilvægi og inntak starfsins og efla kennaramenntunina. Einnig verður litið til þess hvernig megi ná til þeirra sem aflað hafa sér kennsluréttinda en valið sér annan starfsvettvang.

Áður hefur skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkt að efna til sambærilegs samstarfs við stéttarfélög, háskóla og ráðuneyti um leiðir til að styrkja faglega stöðu grunnskólakennara.