29. október 1922 Elliheimili tók til starfa í húsinu Grund við Kaplaskjólsveg í Reykjavík. Morgunblaðið sagði að þetta hefði verið fyrsta „gamalmennahæli“ hér á landi, en vistmenn gátu verið rúmlega tuttugu.
29. október 1922
Elliheimili tók til starfa í húsinu Grund við Kaplaskjólsveg í Reykjavík. Morgunblaðið sagði að þetta hefði verið fyrsta „gamalmennahæli“ hér á landi, en vistmenn gátu verið rúmlega tuttugu. Hús elliheimilisins við Hringbraut var vígt átta árum síðar.
29. október 1934
Breski togarinn MacLeay strandaði í Mjóafirði eystra. Skipbrotsmönnum var bjargað í land, en þeir höfðu beðið björgunar á hvalbak skipsins í sextán klukkustundir.
29. október 1936
Tjón varð af sjávarflóði suðvestanlands. Elstu menn á Seltjarnarnesi mundu ekki annað eins flóð. Brimið braut sextíu metra langan sjóvarnargarð við Gróttu.
29. október 2014
Kvikmyndin „Hross í oss“ hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs, fyrst íslenskra kvikmynda.Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson