Rodrigo Duterte forseti.
Rodrigo Duterte forseti.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur getið sér orð fyrir að vera mjög orðljótur maður en hann segist nú hafa lofað Guði að hætta að blóta eða viðhafa ljótt orðbragð.

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur getið sér orð fyrir að vera mjög orðljótur maður en hann segist nú hafa lofað Guði að hætta að blóta eða viðhafa ljótt orðbragð. Duterte sagði þegar hann kom til heimaborgar sinnar, Davao, eftir ferð til Japans að Guð hefði talað til hans í flugvélinni. „Ég heyrði rödd sem sagði mér að hætta að blóta, annars myndi vélin hrapa, þannig að ég lofaði að hætta því,“ sagði forsetinn á flugvellinum í Davao.

Duterte hefur meðal annars kallað Barack Obama Bandaríkjaforseta „hóruson“ sem hann vonaði að „færi til helvítis“. Ástæðan var sú að Obama hafði gagnrýnt aftökur án dóms og laga á þúsundum meintra eiturlyfjasala og fíkniefnaneytenda á Filippseyjum, þeirra á meðal börnum sem urðu á vegi dauðasveitanna.