Hólar í Reykjadal standa rétt við Reykjadalsá gegnt Framhaldsskólanum á Laugum. Þetta var upphaflega eitt lögbýli, en síðar þ.e. 1947 var byggt annað býli sem var nefnt Lautir og er það hálflenda Hóla.

Hólar í Reykjadal standa rétt við Reykjadalsá gegnt Framhaldsskólanum á Laugum. Þetta var upphaflega eitt lögbýli, en síðar þ.e. 1947 var byggt annað býli sem var nefnt Lautir og er það hálflenda Hóla.

Þéttbýliskjarninn á Laugum er byggður á landi sem tilheyrði Hólum og þar er nú vaxandi byggð og nokkur fyrirtæki m.a. annars fiskþurrkun. Byggðin er farin að umlykja jörðina, en ræktunarmöguleikar eru góðir sunnan við bæinn. Á undanförnum árum hefur aðallega verið mjólkurframleiðsla í Hólum.