Framboðið af humri er ekki nóg til að mæta eftirspurn markaðarins.
Framboðið af humri er ekki nóg til að mæta eftirspurn markaðarins. — Morgunblaðið/Kristinn
Humarinn er hluti af veisluhaldi jólanna hjá mörgum en þar segir Pétur að markaðurinn glími við framboðsvanda.

Humarinn er hluti af veisluhaldi jólanna hjá mörgum en þar segir Pétur að markaðurinn glími við framboðsvanda. „Sá humar sem veiddist á nýloknu veiðitímabili var frekar stór og vinnsla á humri hjá framleiðendum miðast við að koma sem mestu heilu, með haus og klóm, í útflutning. Þar sem halinn er einungis um 30% af heildarþunga humarsins þá fæst betra verð fyrir hann heilan. Það sem slitið er fyrir halaframleiðsluna er því frekar dýrt. Einnig hefur humarkvótinn verið að minka undanfarin ár. Humarhalar eru því ekki fáanlegir í eins miklu magni og óskandi væri, og reynum við að hamstra allan þann humar sem við getum fengið. Einnig hefur eftrispurnin verið að aukast mikið með fjölgun ferðamanna, enda humarinn frábær matur.“

Er ástandið ekki þannig að lesendur verði að óttast að koma að tómum frystum þegar á að kaupa humar í jóla- og áramótaboðin en málin gætu farið að vandast nær páskum og orðið humarskortur í verslunum. „Humarveiðitímabilið er frá apríl fram í nóvember og ekki von á meiri humri á markað fyrr en í aprílbyrjun.“