Átak á vegum Krabbameinsfélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) til að kynna krabbameinsleit í brjóstum og leghálsi sérstaklega fyrir konum af erlendum uppruna hófst í gær.

Átak á vegum Krabbameinsfélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) til að kynna krabbameinsleit í brjóstum og leghálsi sérstaklega fyrir konum af erlendum uppruna hófst í gær. Í fréttatilkynningu kemur fram að í átakinu felst dreifing á plakati með upplýsingum um leitina á íslensku, ensku, pólsku, rússnesku og taílensku auk bættra upplýsinga á heimasíðu krabb.is. Átakinu var hleypt af stokkunum með kynningu í matsal HB Granda en hjá fyrirtækinu starfar fólk af 25 þjóðernum.

Haft er eftir Láru G. Sigurðar dóttur, lækni og fræðslustjóra Krabbameinsfélagsins, að skipulögð krabbameinsleit er ekki í boði í mörgum löndum og því þekki margar konur af erlendum uppruna ekki til þessarar tegundar heilsuverndar né þess ríka ávinnings sem hún skilar.

Innan sjávarútvegsfyrirtækja starfar mikill fjöldi kvenna af erlendum uppruna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir að samtökin hafi viljað leita leiða til að koma upplýsingum áleiðis til þeirra kvenna sem starfa hjá fyrirtækjum innan samtakanna.