Veita á 300 milljónir króna af útgjaldasvigrúmi vegna ferðamála í fjárlagafrumvarpinu til að koma á fót flugþróunarsjóðum svo koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði.
Veita á 300 milljónir króna af útgjaldasvigrúmi vegna ferðamála í fjárlagafrumvarpinu til að koma á fót flugþróunarsjóðum svo koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði. Er það rökstutt með því markmiði að aukin dreifing ferðamanna stuðli að minnkandi álagi á ásetna áfangastaði.
Gert er ráð fyrir að sjóðirnir verði tveir, annars vegar Markaðsþróunarsjóður og hins vegar Áfangastaðasjóður.
Veita á einnig 510 milljónir til eflingar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.