Gjöf afhent Fjölskylda og vinir Kristins Björnssonar færðu gjörgæsludeildum á Landspítala að gjöf tvö rúmhjól sem notuð eru við endurhæfingu sjúklinga.
Gjöf afhent Fjölskylda og vinir Kristins Björnssonar færðu gjörgæsludeildum á Landspítala að gjöf tvö rúmhjól sem notuð eru við endurhæfingu sjúklinga.
Gjörgæsludeildir Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi hafa fengið að gjöf tvö rúmhjól. Hjólin eru gefin í minningu Kristins Björnssonar og eru gefendur ekkja hans, Sólveig Pétursdóttir, ásamt fjölskyldu og vinum.

Gjörgæsludeildir Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi hafa fengið að gjöf tvö rúmhjól. Hjólin eru gefin í minningu Kristins Björnssonar og eru gefendur ekkja hans, Sólveig Pétursdóttir, ásamt fjölskyldu og vinum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala eru rúmhjólin viðbót við hefðbundna sjúkraþjálfun mikið veikra sjúklinga. Hægt er að nota hjólin þótt sjúklingurinn liggi í öndunarvél og hægt er að hjóla hvort heldur er með höndum eða fótum.

Mikilvægt er talið að leita allra leiða til að viðhalda virkni vöðva mikið veikra sjúklinga, en slíkt styttir sjúkdóms- og endurhæfingarferlið. Þjálfun sem þessi getur einnig stytt sjúklingum stundir og verið þeim andleg upplyfting.