Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson skrifar: Kastljós RÚV hefur farið mikinn að undanförnu, t.d. með aftöku eins stærsta eggjabús landsins og í framhaldinu virðist hafa átt að ganga frá nokkrum hæstaréttardómurum ærulausum og þá ekki síst forseta réttarins.

Axel Jóhann Axelsson skrifar:

Kastljós RÚV hefur farið mikinn að undanförnu, t.d. með aftöku eins stærsta eggjabús landsins og í framhaldinu virðist hafa átt að ganga frá nokkrum hæstaréttardómurum ærulausum og þá ekki síst forseta réttarins. Einhver sem hlýtur að hafa hagsmuni af því að gera tortryggilega dóma vegna ýmissa mála sem tengjast Glitni og slitabúi hans virðist hafa lekið skjölum um fjármál dómaranna fyrir hrun og látið líta út fyrir að þeir væru vanhæfir til að kveða upp dóma í málum tengdum hrunverjum Glitnis.

Kastljós hefur greinilega farið fram af meira kappi en forsjá í þessu máli, enda hefur forseti Hæstaréttar lagt fram gögn sem sýna fram á að upphlaup Kastljóss vegna málsins hefur verið unnið af óvandvirkni og af hreinni æsifréttamennsku. Eins og venjulega stendur ekkert á hörðum viðbrögðum frá dómstóli götunnar, sem umsvifalaust tekur undir falska niðurstöðu Kastljóssins og er algerlega tilbúinn til að dæma æruna af hæstaréttardómurunum og fróðlegt verður að fylgjast með því hvort sönnunargögn um sakleysi sakborninga koma til með að breyta þeirri niðurstöðu.

Það er merkilegt að sjá hve auðvelt virðist vera að gera dómstóla landsins tortryggilega af þeim sem dóma hafa fengið á sig vegna ýmissa sakamála, eða einhverra huldumanna sem þeim tengjast.“

Minna má á, að fyrir hálfu ári voru sömu „arkitektar“ á ferð þegar forsætisráðherrann var felldur.