Össur hefur unnið sér sess sem eitt af flaggskipum íslensks atvinnulífs. Frá stofnun árið 1971 hefur velgengni fyrirtækisins verið lyginni líkust og hefur það tekið yfir fjölmörg erlend fyrirtæki í gegnum tíðina. Nú starfa um 2.
Össur hefur unnið sér sess sem eitt af flaggskipum íslensks atvinnulífs. Frá stofnun árið 1971 hefur velgengni fyrirtækisins verið lyginni líkust og hefur það tekið yfir fjölmörg erlend fyrirtæki í gegnum tíðina. Nú starfa um 2.800 manns hjá fyrirtækinu, sem er með starfsstöðvar í 20 löndum og er í fararbroddi á heimsvísu í framleiðslu á stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum. Á síðasta ári skilaði félagið 6,6 milljörðum í hagnað og seldi vörur fyrir 483 milljónir dollara, eða 62,9 milljarða.