Guðrún Alda Gísladóttir
Guðrún Alda Gísladóttir
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags 2016 fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 16.

Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags 2016 fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 16. Að fundarstörfum loknum flytur Guðrún Alda Gísladóttir fornleifafræðingur erindi undir yfirskriftinni „Höfuðkambar: um hárgreiður fyrri alda á Íslandi“ og er fyrirlesturinn öllum opinn.

„Kambar sem fundist hafa hér á landi eru allstórt og mikilvægt safn forngripa. Kambar endurspegla menningarleg einkenni og samtíma sinn betur en margir aðrir forngripir sem oft skortir greinileg einkenni sem breytast í tíma og er því erfitt er aldursgreina, sé samhengi þeirra óljóst. Heildstæð gerðfræðiflokkun og samantekt um kamba mun því koma að gagni við að varpa ljósi á samhengi og aldur minja þar sem upplýsingar um uppruna eru brotakenndar. Kambar eru margir hagleiksverk og úr fjölbreyttum efniviði og taka miklum breytingum á því tímabili sem hér verður til umfjöllunar, frá landnámi til um 1800,“ segir í tilkynningu, en rannsóknina vann Guðrún með Mjöll Snæsdóttur.