„Griðarstaður“, með r -i í miðju, sést oft – en karlkynsorðið „griður“ er illa séð í orðabókum. Grið merkir friður , vægð , vopnahlé o.fl. og er hvorugkyns og fleirtala : þau, griðin .
„Griðarstaður“, með r -i í miðju, sést oft – en karlkynsorðið „griður“ er illa séð í orðabókum. Grið merkir friður , vægð , vopnahlé o.fl. og er hvorugkyns og fleirtala : þau, griðin . „Nú förum við í hart, nú verða sko engin grið gefin.“ Talað er um að biðjast griða , halda grið ( in ) og rjúfa grið ( in ).