Baróninn. V-Allir Norður &spade;KG87 &heart;9 ⋄K83 &klubs;ÁK643 Vestur Austur &spade;D93 &spade;Á104 &heart;ÁKD3 &heart;10854 ⋄1096 ⋄74 &klubs;D92 &klubs;10873 Suður &spade;652 &heart;G763 ⋄ÁDG52 &klubs;G Suður spilar 5⋄.

Baróninn. V-Allir

Norður
KG87
9
K83
ÁK643

Vestur Austur
D93 Á104
ÁKD3 10854
1096 74
D92 10873

Suður
652
G763
ÁDG52
G

Suður spilar 5.

Waldemar K. Von Zedtwitz (1896-1984) erfði barónstitil af þýskum föður sínum og var ætíð nefndur „Baróninn“ með stórum staf í hópi spilavina sinna. Hann var lengi að spila. Vandvirkur, sögðu sumir. Svæfingalæknir, sögðu aðrir.

Baróninn var hér í suður, Harold Vanderbilt í norður: Vestur vakti á 1, Vanderbilt doblaði, austur sagði 2 og Baróninn barðist í 3. Vanderbilt lyfti frekjulega í 4 og Baróninn í fimm. Út kom Á og spaði í öðrum slag.

Það tók Baróninn heilar 20 mínútur að láta í slaginn. Loks lét hann gosann, austur drap og spilaði hjarta til baka. Baróninn trompaði, lagði niður Á og stakk lauf, trompaði hjarta, stakk aftur lauf og tók trompin. Spaðakóngurinn var innkoma á frílaufin. Ellefu slagir.

Þetta var árið 1932, síðasta spilið í sjálfum Vanderbilt-bikarnum. En um hvað var Baróninn að hugsa í 20 mínútur? Það veit enginn.