Ólafur Þór Ágústsson
Ólafur Þór Ágústsson
Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis, hefur í bráðum fjögur ár verið formaður samtaka golfvallarstarfsmanna í Evrópu (FEGGA) og var meðal fyrstu Íslendinga sem menntuðu sig erlendis í golfvallarumhirðu á sínum tíma, er hann nam í...

Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis, hefur í bráðum fjögur ár verið formaður samtaka golfvallarstarfsmanna í Evrópu (FEGGA) og var meðal fyrstu Íslendinga sem menntuðu sig erlendis í golfvallarumhirðu á sínum tíma, er hann nam í Skotlandi. Ólafur starfaði einnig á Hameln-golfvellinum í Þýskalandi um hálfs árs skeið.

Ólafur segir ráðningu Ágústs til Þýskalands mikið fagnaðarefni og sýni vel hve mikið Íslendingar séu farnir að láta að sér kveða í golfheiminum, hvort sem það séu góðir kylfingar eins og Ólafía Þórunn eða vallarstjórar. Þá eigi Íslendingar einnig fulltrúa í stjórn Evrópska golfsambandsins, Hauk Örn Birgisson.

„Það er betur tekið eftir okkur en áður. Talsverður hópur manna hefur menntað sig í golfvallarfræðum. Golf á Íslandi er í háum gæðaflokki, golfvellirnir hafa tekið gífurlegum framförum og eru margir hverjir vel sambærilegir við það sem gerist í Evrópu. Það eina sem við getum aldrei verið örugg með að bjóða upp á eru stuttbuxurnar,“ segir Ólafur.