Skáld Jón úr Vör.
Skáld Jón úr Vör.
Vesturbyggð, Sögufélag Barðastrandarsýslu og Rithöfundasambandið standa fyrir málþingi kl. 14 - 16 laugardaginn 21. janúar 2017 í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði í tilefni af aldarafmæli þorpsskáldsins Jóns úr Vör, en hann lést aldamótaárið 2000.

Vesturbyggð, Sögufélag Barðastrandarsýslu og Rithöfundasambandið standa fyrir málþingi kl. 14 - 16 laugardaginn 21. janúar 2017 í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði í tilefni af aldarafmæli þorpsskáldsins Jóns úr Vör, en hann lést aldamótaárið 2000.

Að loknu ávarpi Friðbjargar Matthíasdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, flytur Andrea Harðardóttir erindi með yfirskriftinni Skáldið Jón úr Vör, og Úlfar Thoroddsen fjallar um umhverfið á æskuárum skáldsins.

Nemendur úr Patreksskóla flytja ljóð Jóns úr Vör og því næst eru kaffiveitingar í boði Vesturbyggðar.

Haukur Már Sigurðarson kynnir verkefni sitt um Jón úr Vör og Eiríkur Norðdahl, skáld, verður með ljóðaupplestur.

Fundarstjóri er Alda Davíðsdóttir

Ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir.