Barack Obama
Barack Obama
Skoðanakannanir í Bandaríkjunum benda til þess að stuðningurinn við Barack Obama hafi aukist og sé nú næstum jafnmikill og hann var fyrsta árið sem hann gegndi forsetaembættinu. Samkvæmt nýrri könnun CNN eru um 60% Bandaríkjamanna ánægð með störf hans.
Skoðanakannanir í Bandaríkjunum benda til þess að stuðningurinn við Barack Obama hafi aukist og sé nú næstum jafnmikill og hann var fyrsta árið sem hann gegndi forsetaembættinu. Samkvæmt nýrri könnun CNN eru um 60% Bandaríkjamanna ánægð með störf hans. Á síðustu áratugum hafa aðeins tveir forsetar mælst með meiri stuðning skömmu áður en þeir létu af embætti, þ.e. Bill Clinton (66% í janúar 2001) og Ronald Reagan (64% í janúar 1989). Könnun The Wall Street Journal bendir til þess að 55% Bandaríkjamanna telji Obama besta eða einn besta forseta landsins á síðustu áratugum. Hún leiðir einnig í ljós að stuðningurinn við Obamacare, breytingar hans á heilbrigðiskerfinu, hefur aukist. Þeir sem eru ánægðir með þær eru nú í fyrsta skipti fleiri en þeir sem eru andvígir þeim, að sögn blaðsins.