Bryndís Jónatansdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í greiningum innan hugverkasviðs og framleiðslu- og matvælasviðs SI sem er nýtt starf innan samtakanna. Bryndís hefur starfað sem sérfræðingur í skapandi greinum, meðal annars í vinnuhóp fyrir málþing um tölfræði menningar og skapandi greina árið 2015 og var verkefnastjóri hjá Rannsóknarmiðstöð skapandi greina sama ár. Bryndís er með MS-gráðu frá Copenhagen Business School.
Vignir Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn sérfræðingur á hugverkasviði SI. Vignir Örn er formaður Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) sem er starfsgreinahópur innan SI. Hann er einn af stofnendum Radiant Games og hefur verið framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins frá árinu 2014. Vignir Örn starfaði um skeið hjá Fraunhofer CESE í Maryland, þar sem hann vann að hugbúnaðarprófunum fyrir NASA. Vignir Örn er með BS í stærðfræði og MS í tölvunarfræði frá HR.