Pínulítil sálfræði.

Pínulítil sálfræði. A-Allir

Norður
ÁK
KDG10
102
Á8763

Vestur Austur
1072 53
864 Á32
K75 ÁDG84
KDG2 1054

Suður
DG9864
975
963
9

Suður spilar 4.

Sagnhafi er fljótur að átta sig á veikleikanum í 4, en það er þyngra fyrir vörnina að skynja stöðuna og bregðast rétt við. Þannig er það æði oft. Austur opnar á 1, suður kemur grimmt inn á 2 og norður segir 4. Laufkóngur út.

Til að hnekkja spilinu þarf austur að tvídúkka hjarta og nota svo hvert tækifæri til að trompa út ef sagnhafi hreyfir við tíglinum. Þannig má tryggja þrjá slagi á tígul og einn á hjartaás. En það vafðist fyrir keppendum Reykjavíkurmótsins að finna þessa vörn. Aðeins einn sagnhafi fékk bara níu slagi og hann var í bút. Hvað er svona erfitt?

Jú, að dúkka hjarta, væntanlega. Sérstaklega ef sagnhafi spilar hjarta galvaskur í öðrum slag, eins og hann myndi alltaf gera með 1-2 spil í litnum. Vörnin er léttari ef sagnhafi byrjar á tíglinum, því það bendir til að hann sé með lengd í hjarta heima. Alla vega ekki einspil.

Smá sálfræði.