Isavia hefur undirritað samning við bandaríska fyrirtækið Aireon um notkun á geimlægum kögunarbúnaði til þess að stýra flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu.

Isavia hefur undirritað samning við bandaríska fyrirtækið Aireon um notkun á geimlægum kögunarbúnaði til þess að stýra flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu.

Með búnaðinum, sem staðsettur verður í 75 gervihnöttum, mun nást sama nákvæmni í staðsetningu flugvéla um allt íslenska flugstjórnarsvæðið, allt upp að norður pólnum. Stefnt er að því að kerfið komist í gagnið árið 2019 eða 2020.

Íslenska flugstjórnarsvæðið er 5,4 milljón ferkílómetrar að stærð og eitt hið stærsta í heiminum. Á árinu 2016 fóru 165.000 flugvélar um svæðið. 18