Njarðvíkurkonur eru komnar á lygnan sjó í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir allöruggan sigur á Grindvíkingum, 81:61, í Njarðvík í gærkvöld.
Carmen Tyson-Thomas skoraði 44 stig og tók 19 fráköst fyrir Njarðvíkinga, sem eru nú með 14 stig, átta stigum fyrir ofan Grindavíkurliðið sem situr eftir á botninum með aðeins 6 stig.
Grindavík hefur leikið án erlends leikmanns eftir áramótin, en bakvörðurinn Angela Rodrigues, sem kom í staðinn fyrir Ashley Grimes, er ekki byrjuð að spila með liðinu. Grindavík hefur nú tapað fimm leikjum í röð í deildinni, en síðasti sigur kom í hús 3. desember, þá gegn Njarðvík á útivelli.
vs@mbl.is