Meiddur Hreiðar Levý Guðmundsson í marki Akureyrar síðasta vetur.
Meiddur Hreiðar Levý Guðmundsson í marki Akureyrar síðasta vetur. — Morgunblaðið/Eva Björk
Yfirgnæfandi líkur virðast vera á því að handboltamarkvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson hafi leikið sinn síðasta leik með norska úrvalsdeildarliðinu Halden á þessu keppnistímabili. Hreiðar er meiddur á hné eins og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni.

Yfirgnæfandi líkur virðast vera á því að handboltamarkvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson hafi leikið sinn síðasta leik með norska úrvalsdeildarliðinu Halden á þessu keppnistímabili. Hreiðar er meiddur á hné eins og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni.

„Ég missi væntanlega af því sem eftir er af tímabilinu. Það er náttúrlega hrikalega leiðinlegt. Ég er núna að horfa á æfingu af hliðarlínunni, sem er nú ekki það skemmtilegasta sem maður gerir,“ sagði Hreiðar þegar Morgunblaðið heyrði í honum hljóðið seinni partinn í gær.

Hreiðar á eftir að fá tíma hjá lækni þar sem ákveðið verður hvort og hvenær Hreiðar fer í aðgerð. Eins og sakir standa er talið að um liðþófameiðsli sé að ræða. „Ég held að þetta sé liðþófinn en á eftir að fá almennilega greiningu á þessu. Þótt það séu ekki alvarlegustu meiðsli sem hægt er að lenda í gæti ég í mesta lagi náð að koma inn í úrslitakeppnina ef endurhæfingin gengur vel. Tel það samt frekar ólíklegt,“ sagði Hreiðar, sem reynt hefur að fá sig góðan í sjúkraþjálfun en það gekk ekki upp.

kris@mbl.is