Dagný Kristjánsdóttir
Dagný Kristjánsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Boðið verður upp á hádegisspjall um siðferði í listum í stofu 422 í Árnagarði á morgun, föstudag, milli kl. 12 og 13. „Undanfarin ár hafa mörkin milli veruleika og skáldskapar orðið æ óljósari í listalífi landsmanna.

Boðið verður upp á hádegisspjall um siðferði í listum í stofu 422 í Árnagarði á morgun, föstudag, milli kl. 12 og 13.

„Undanfarin ár hafa mörkin milli veruleika og skáldskapar orðið æ óljósari í listalífi landsmanna. Í framhaldi af því hafa vaknað flóknar spurningar um hvort allt sé í raun leyfilegt eða hvort einhvers konar siðferðileg mörk verði og ætti að draga. Um þetta hefur talsvert verið rætt undanfarin ár en á meðan hrannast upp skáldverk og sannsögur sem erfitt er að nálgast út frá gömlum markalínum milli bókmenntagreina og listforma, milli einkalífs og opinbers lífs, milli laga og „einstaklingsfrelsis“,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslensku, Guðrún Baldvinsdóttir bókmenntafræðingur, Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði, Hlín Agnarsdóttir leiklistargagnrýnandi, Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist, og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ, reifa þessi mál frá ýmsum hliðum í stuttum innleggjum og síðan verður efnt til umræðna. Málstofustjóri verður Torfi Tulinius prófessor. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.