Glódís Perla Viggósdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir lék í gær 50. A-landsleik sinn í knattspyrnu þegar Ísland mætti Kína í síðasta leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal.

Glódís Perla Viggósdóttir lék í gær 50. A-landsleik sinn í knattspyrnu þegar Ísland mætti Kína í síðasta leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal.

Glódís setti met með þessum áfanga því hún er yngsti A-landsliðsmaður Íslands, kvenna eða karla, sem spilar fimmtíu landsleiki.

Hún skákaði þar með Söru Björk Gunnarsdóttur sem lék 50. landsleik sinn 21 árs og 309 daga gömul þegar Ísland og Skotland gerðu jafntefli í vináttulandsleik árið 2012. Eins og fjallað er um í miðopnu blaðsins er Sara nú sú yngsta sem hefur náð því að spila 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Glódís var hins vegar 21 árs og 254 daga gömul í gær og bætti því met Söru um 55 daga. vs@mbl.is