Trump fór snemma framúr í vikunni, eins og endranær og „tísti“ að Obama, sem á undan fór, hefði falið stofnunum að hlera Trump-turninn í New York á lokametrum kosningabaráttunnar.

Trump fór snemma framúr í vikunni, eins og endranær og „tísti“ að Obama, sem á undan fór, hefði falið stofnunum að hlera Trump-turninn í New York á lokametrum kosningabaráttunnar.

Talsmaður Obama neitaði þessum ásökunum, sem ekki væru studdar sönnunum.

Eftir því var tekið að neitunin tók eingöngu til Hvíta hússins, en ekki dómsmálaráðuneytisins og leyniþjónustustofnana.

Trump hefur nú falið þeim nefndum þingsins sem eru að rannsaka meinta aðild Rússa að hakki á tölvupóstum demókrata, að rannsaka hinar meintu sakir Obama líka.

Engar sannanir um að Pútínsmenn hafi séð um hakkið hafa verið birtar þingnefndunum. Látið er nægja að segja að leyniþjónustumenn séu „sannfærðir um“ að Rússar hafi verið að verki.

Beint ofan í þetta sturtaði svo Wikileaks fjölda leyniskjala CIA út á „markaðinn“. CIA leitar nú uppljóstrarans logandi ljósi. Sumir segja að skaðinn nú sé mun meiri en sá sem Snowden og Manning stóðu fyrir.

Hvað sem því líður, er það opinbert leyndarmál að öll leyndarmál teljist nú vera opinber leyndarmál allt þar til hið opinbera gefur yfirlýsingu opinberlega um annað. En það er einnig opinbert leyndarmál að enginn trúir opinberum yfirlýsingum af því tagi lengur.