Hæstiréttur Ómar Ragnarsson í réttarsal. Enginn var að reyna að hefta för hans þá.
Hæstiréttur Ómar Ragnarsson í réttarsal. Enginn var að reyna að hefta för hans þá.
Blaðamenn og ljósmyndarar á íslenskum fjölmiðlum eru sagnaritarar samtímans.

Blaðamenn og ljósmyndarar á íslenskum fjölmiðlum eru sagnaritarar samtímans. Lýsing á því sem fram kom í réttarhöldum Guðmundar- og Geirfinnsmálsins væri ekki aðgengileg nema vegna þess að blaðamenn og ljósmyndarar voru viðstaddir og miðluðu því sem fram fór.

Þetta er ítrekað hér vegna þess að nú á dögum eru hinir og þessir í þjóðfélaginu með tilburði í þá átt að takmarka aðgang fjölmiðlamanna.

Okkar reyndustu og færustu fréttaljósmyndarar; Ragnar Axelsson á Morgunblaðinu og Gunnar V. Andrésson á Fréttablaðinu, hafa báðir rætt þessa öfugþróun á opinberum vettvangi.

Í viðtalsbókinni „Í hörðum slag“ sem kom út fyrir jólin, sagði Gunnar V. Andrésson orðrétt: „Það sem ég sakna mest er að búið sé að skáka „hard-core“ fréttamyndum út af borðinu. Ég hef lýst því hér hvernig aðgangur okkar fréttafólks var í Vestmannaeyjagosinu, nú er annað upp á teningnum. Maður fékk til dæmis ekki að koma nærri gosstöðvunum við Holuhraun nema með sérstöku leyfi og þá með takmörkuðum aðgangi. Ómar Ragnarsson fékk ávítur og átti að kæra hann fyrir að fljúga yfir Holuhraun án þess að vaktmenn vissu af. Það er orðin lenska að það sé alltaf eitthvert yfirvald á skrifstofu sem stjórni öllu og setjist nánast á ritstjórastól. Þetta er að mínu mati afturför í fréttamennsku.“

Síaukin boð og bönn gera ekki annað en hefta það að samtímasagan sé rétt skráð.

sisi@mbl.is