Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum þrjá samninga sem tengjast fyrirhugaðri uppbyggingu í Vogabyggð 1 á Gelgjutanga við Elliðaárvog. Vinna við deiliskipulag svæðisins er hafin. Á Gelgjutanga hyggst fasteignafélagið Festir ehf.

Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum þrjá samninga sem tengjast fyrirhugaðri uppbyggingu í Vogabyggð 1 á Gelgjutanga við Elliðaárvog. Vinna við deiliskipulag svæðisins er hafin.

Á Gelgjutanga hyggst fasteignafélagið Festir ehf. byggja allt að 332 íbúðir. Samtals er gert ráð fyrir 33.000 fermetrum ofanjarðar í fimm húsum, þar af úthlutar Reykjavíkurborg einu húsi eða um 6.000 fm undir leiguíbúðir.

Allar byggingar sem nú eru á Gelgjutanga eru í eigu Festis ehf., samtals um 7.000 fermetrar. Þær verða rifnar áður en framkvæmdir hefjast. Reiknað er með því að framkvæmdir geti hafist árið 2018. 22