Fram kemur í úttekt Alþjóðabankans að um tveir þriðju hinna töpuðu 83 milljarða dala af heimsfiskveiðunum komi frá Asíu, fjölmennustu álfu heimsins. Skiptingin eftir heimssvæðum er sýnd á skífuriti hér á síðunni.

Fram kemur í úttekt Alþjóðabankans að um tveir þriðju hinna töpuðu 83 milljarða dala af heimsfiskveiðunum komi frá Asíu, fjölmennustu álfu heimsins. Skiptingin eftir heimssvæðum er sýnd á skífuriti hér á síðunni.

Ragnar segir aðspurður að víða í Afríku og Asíu séu stjórntæki ekki nógu öflug til að beita aflakvótakerfum.

„Í fyrsta lagi er hið opinbera stjórnkerfi víða mjög veikt. Í mörgum löndum er ekki hægt að innheimta tekjuskatt. Þar skortir tækniþekkingu og kerfi til þess að gera þessa hluti. Menn geta jafnvel ekki fjármagnað eigið ríkisvald. Í öðru lagi á það við í mörgum löndum að þar eru tugþúsundir, ef ekki hundruð þúsunda sjómanna, sem gera út á litlum bátum, oft eintrjáningum. Hver bátur er kannski að koma með 20-30 kíló eftir daginn, landar á sandströndum og aflinn fer meira og minna í potta á svæðinu. Við þessar aðstæður er því mjög erfitt að framfylgja aflakvótakerfi,“ segir Ragnar og bætir við að í slíkum löndum muni kerfisbreytingar taka lengri tíma.