Bókin Enn virðast konur í minnihluta hjá tæknifyrirtækjum og algengara en ekki að karlar raðist í efstu stöðurnar. Staða kynjanna virðist þó smám saman vera að jafnast og á Íslandi má t.d.

Bókin Enn virðast konur í minnihluta hjá tæknifyrirtækjum og algengara en ekki að karlar raðist í efstu stöðurnar. Staða kynjanna virðist þó smám saman vera að jafnast og á Íslandi má t.d. greina merki þess að konum fari fjölgandi í tölvunarfræðináminu við íslensku háskólana. En betur má ef duga skal.

Seinna í þessum mánuði kemur út ný bók sem á að efla og hvetja konurnar í tæknigeiranum til dáða, og létta þeim leiðina á toppinn. Bókin heitir Women in Tech: Take Your Career to the Next Level with Practical Advice and Inspiring Stories, en höfundurinn er Tarah Wheeler Van Vlack, sem sjálf hefur stofnað og stýrt tæknifyrirtækjum.

Eins og undirtitillinn gefur til kynna safnar bókin saman reynslusögum og gagnlegum ráðum frá konum sem hafa náð langt innan bandaríska tæknibransans. Þó að bókin sé skrifuð sérstaklega með konur í huga ætti efni hennar að gagnast körlunum líka. Fjallar Women inTech t.d. um hvernig má ná betri árangri þegar samið er um laun; hvernig best er fyrir fólk í tækniheiminum að koma starfsferilskránni skýrt og vel til skila; kosti þess að finna sér góðan læriföður/-móður og leiðbeinanda, og leiðbeina um leið öðrum; og hvernig skynsamlegast er að bera sig að við að stofna eigið fyrirtæki.

Búið er að krydda bókina með litlum þrautum og kóðabútum sem hafa skírskotun til kvenna sem hafa sett mark sitt á tækniheiminn. Til dæmis leynist á forsíðunni Python-kóði sem vísar til Ödu Lovelace. ai@mbl.is