— Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
9. mars 1950 Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands voru haldnir í Austurbæjarbíói í Reykjavík, undir stjórn Róberts Abrahams Ottóssonar. Í umsögn í Þjóðviljanum var sagt að hljómsveitin hefði „þegar náð ótrúlegri samstillingu“.

9. mars 1950

Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands voru haldnir í Austurbæjarbíói í Reykjavík, undir stjórn Róberts Abrahams Ottóssonar. Í umsögn í Þjóðviljanum var sagt að hljómsveitin hefði „þegar náð ótrúlegri samstillingu“. Telst þetta stofndagur hljómsveitarinnar.

9. mars 1997

Flutningaskipið Dísarfell sökk um eitt hundrað sjómílur suðaustur af Hornafirði. Skipverjarnir höfðust við í sjónum í flotgöllum í tvær stundir og bjargaði Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, tíu þeirra en tveir létust.

9. mars 2004

Fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson strandaði á Meðallandsfjöru í Vestur-Skaftafellssýslu. Þyrla frá Landhelgisgæslunni bjargaði sextán manna áhöfn skipsins. Það náðist á flot átta dögum síðar. „Frækileg björgun,“ sagði Morgunblaðið.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson