900 9902 Arnar og Rakel flytja „Again“ eftir Hólmfríði Ósk.
900 9902 Arnar og Rakel flytja „Again“ eftir Hólmfríði Ósk.
Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir er laga- og textahöfundur lagsins „Til mín“ eða „Again“ eins og það heitir á ensku. Eiginmaður Hólmfríðar, Arnar Jónsson, flytur lagið ásamt góðri vinkonu þeirra, Rakel Pálsdóttur.

Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir er laga- og textahöfundur lagsins „Til mín“ eða „Again“ eins og það heitir á ensku. Eiginmaður Hólmfríðar, Arnar Jónsson, flytur lagið ásamt góðri vinkonu þeirra, Rakel Pálsdóttur. Hólmfríður segir lagið afar sorglegt og að það fjalli um óbærilegan söknuð. „En samt er vonarglæta í laginu, það er hvernig minningarnar ylja,“ útskýrir Hólmfríður.

„Ég var nýbúin að missa afa minn þegar ég samdi þetta lag og var að upplifa ömmu mína í mikilli sorg. Maður getur bara ekki ímyndað sér sársaukann. Textinn fjallar um að reyna að halda lífinu áfram og nota drauma og minningar sér til hjálpar.“

Hún segir það hafa verið ólýsanlegt augnablik þegar lagið komst í úrslitin. „Sérstaklega út af tengingunni innan hópsins. Ég hef tvisvar tekið þátt áður og í bæði skiptin komist í úrslit og þetta er alltaf rosa gaman. En ég hef sjaldan verið eins stolt og þetta kvöld.“