Kaupsamningar vegna fasteigna sem þinglýst var hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum voru 641, eða tíu fleiri en í sama mánuði á síðasta ári.

Kaupsamningar vegna fasteigna sem þinglýst var hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í febrúar síðastliðnum voru 641, eða tíu fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Heildarvelta í síðasta mánuði var 31,4 milljarðar króna og meðalupphæð á hvern samning var 49 milljónir króna. Í febrúar í fyrra var meðalupphæð á hvern samning hins vegar 46,1 milljón króna.

Færri eignir og hærra verð er meginniðurstaðan úr þessum tölum. Menn sem þekkja til í fasteignaviðskiptum segja nú vera algjöran seljendamarkað. Lítið framboð sé á eignum en eftirspurnin afar mikil. Eigi það ekki síst við um minni eignir, svo sem íbúðir í fjölbýlishúsum. Þegar slíkar eignir komi á söluskrá fari þær fljótt og þá gjarnan nokkuð yfir því verði sem fasteignasalar hafa sett á þær. sbs@mbl.is