Máttur alkröfunnar.

Máttur alkröfunnar. A-Enginn

Norður
952
95
K1075
G942

Vestur Austur
D863 KG1074
10 43
DG84 Á632
ÁK105 D6

Suður
Á
ÁKDG8762
9
873

Suður spilar 4.

Það er vel lukkað að spila 4 og vinna þegar andstaðan á borðleggjandi 4 á sín spil. En slíkur er máttur alkröfunnar. Við erum stödd á Lederermótinu í London.

Eftir pass Davids Burns í austur vakti Tor-Erik Hoftaniska á 2 (alkröfu) í suður. Vissulega níu slaga hendi, en aðeins 14 punktar. Heather Dhondy sagði pass og Peter Bertheau í norður gerði skyldu sína með því að afmelda á 2. Burn passaði aftur og Hoftaniska stökk í 4. Allir pass.

Dhondy tók á Á-K og spilaði 10 í þriðja slag. Burn trompaði G og skipti yfir í spaða. Treysti kalli makkers fullvel, eða sá ekki ógnina sem stafaði af trompníunni í borði. Hoftaniska fékk á Á, lagði niður Á og tían féll hjá Dhondy. Þá var hægt að spila trompi á níuna og henda tígli í frílauf.

Hinum megin þurfti suður að berjast í 5 yfir 4 og fór þar tvo niður.