900 9906 Svala flytur „Paper“ sem hún samdi með fleirum.
900 9906 Svala flytur „Paper“ sem hún samdi með fleirum.
Lag Svölu Björgvinsdóttur, „Ég veit það“, eða „Paper“ eins og það heitir á ensku fjallar um að glíma við erfiða hluti og erfiða tíma.

Lag Svölu Björgvinsdóttur, „Ég veit það“, eða „Paper“ eins og það heitir á ensku fjallar um að glíma við erfiða hluti og erfiða tíma. „Þegar ég á í erfiðleikum og er að glíma við sjálfa mig hjálpar að tala opinskátt um það og ég hef gert það. Ég hef glímt við kvíða síðan ég var unglingur og tónlistin hefur hjálpað mér með það. En hver sem er getur sett sig inn í lagið, við göngum öll í gegnum eitthvað og lagið er um það að gefast ekki upp þó að maður eigi erfiðan dag.“

Spurð um tilfinninguna þegar það var tilkynnt að lagið hennar kæmist í úrslitin segir Svala hana hafa verið ótrúlega góða. „Ég var alveg rosalega ánægð. Mér finnst samt skipta mestu máli að fólk tengi við lagið og það gleður mig mjög mikið.“ Hún segir að atriðið verði ekki nákvæmlega eins í Laugardalshöllinni og í Háskólabíói í undanúrslitunum, án þess að vilja gefa upp of mikið. „Laugardalshöllin er náttúrlega öðruvísi en Háskólabíó þannig að maður getur leyft sér aðra hluti.“